-6.8 C
Selfoss

Austurleið er komin inn á samgöngusafnið á Skógum

Vinsælast

Í febrúar 2023 fór Rótarýklúbbur Rangæinga af stað með samfélagsverkefni til að minnast 60 ára afmælis Austurleiðar hf. Leitað var samstarfs við safnstjóra Skógasafns um að gera sögu Austurleiðar nokkur skil á samgöngusafninu með sýningu í formi texta og mynda. Var því afar vel tekið. Áhersla er lögð á að sýna mannlífið og tíðarandann með stuttum frásögnum og myndum, en með áætlunarferðum og hópferðum opnuðust nýir möguleikar fyrir fólk, því bílaeign var ekki svo algeng. Einnig er verið að safna sögum og munum, taka viðtöl og margt fleira.

Fyrsta rúta fyrirtækisins Merchedes-Benz rútan L 502, árgerð 1962 er í eigu Skógasafns en er illa farin. Hún er nú komin inn í hlýja og góða geymslu að Skógum og nýtur þeirrar virðingar sem hún á skilið. Vonast er til að hægt verði með sameiginlegu átaki að gera hana að fallegum safngrip inni á safninu, þótt hún verði ekki ökufær. Reiknað er með að verkefnið taki 2-3 ár. En fyrsta hluta verkefnisins er nú lokið og var sýning opnuð í samgöngusafninu þann 16. nóvember sl.

Nýjar fréttir