-7.8 C
Selfoss

Töpuðu á heimavelli

Hamar og Afturelding áttust við í toppslag Unbrokendeildar karla í blaki á miðvikudagskvöld. Hamarsmenn voru fyrir leikinn á toppnum með 24 stig eftir átta leiki en Afturelding var í öðru sæti með 16 stig eftir 7 leiki.
Frá fyrstu mínútu var ljóst að Afturelding var mætt í Hveragerði til að sækja stig á meðan heimamenn voru á hælunum. Afturelding vann fyrstu hrinuna örugglega 25-19. Spennan var meiri í annari hrinu og upphækkun þurfti til að knýja fram sigur. Hann datt aftur Aftureldingar megin með 26 stigum gegn 24 stigum heimamanna.
Þriðja hrinan var einnig jöfn og spennandi. Upp úr miðri hrinu náði Hamar forystu og í stöðunni 20-15 virtust heimamenn ætla að sigla þessu örugglega í höfn. Gestirnir gáfust ekki upp og minnkuðu muninn í 24-23 en klúðruðu svo uppgjöfinni og Hamarsmenn unnu þar með hrinuna 25-23.
Í fjórðu hrinu byrjuðu Hamarsmenn betur. Þeir höfðu frumkvæðið alla hrinuna og unnu hana að lokum örugglega 25-18.
Liðin voru þar með búin að tryggja sér sitthvort stigið í leiknum og oddahrina nauðsynleg til að ákvarða hvort liðið tæki þriðja stigið og þar með sigurinn.
Oddahrina var jöfn framan af en eftir að jafnt var í stöðunni 8-8 náðu gestirnir yfirhöndinni og unnu hrinuna 15-11 og leikinn þar með 3-2.
Stigahæstir:
Tomek Leik hjá Hamri með 16 stig og hjá Aftureldingu Roman Plankinn með 21 stig.

Fleiri myndbönd