1.7 C
Selfoss

Ómetanlegur hlýhugur

Vinsælast

Í sumar sem leið, færðu Oddfellowsystur í Rebekkustúku nr. 20 Halldóru I.O.O.F. heilsugæslunni á Selfossi lyfjadælu að verðmæti 266.600 kr. Lyfjadælan er fyrir heimahjúkrun heilsugæslu Selfoss og er ætluð til lífslokameðferðar fyrir sjúklinga sem kjósa að dvelja heima.

Núna í nóvember færðu fulltrúar frá Kvenfélagi Selfoss, Bráða- og slysamóttöku að gjöf lífsmarkamæli að andvirði um 479.000 króna. Tækið tengist þráðlaust móðurstöð, þar sem hægt er að fylgjast með ástandi sjúklings sem liggur inni. Það er færanlegt á hjólastandi, svo hægt er að fara með það milli herbergja, tækið mælir blóðþrýsting, púls, hita og súrefnismettun.

Í tilkynningu frá HSU segir að gjafirnar séu kærkomnar viðbætur í tækjabúnað deildanna og bætir aðbúnað og öryggi sjúklinga og starfsmanna. Þá þakka þau innilega fyrir gjafirnar og segja ómetanlegt að finna þann hlýhug sem svona gjöfum fylgir.

Nýjar fréttir