-5.5 C
Selfoss

FKA leitar eftir tilnefningum

Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA kallar eftir tilnefningum frá almenningi og atvinnulífinu sem dómnefnd mun meta og á endanum velja konur sem verða heiðraðar á Viðurkenningarhátíð FKA 2024 . Veittar verða viðurkenningar til þriggja kvenna sem hafa verið okkur hvatning og fyrirmynd.

FKA viðurkenningin var fyrst veitt árið 1999 og niðurtalning í næstu hátíð er hafin, opnað hefur verið fyrir tilnefningar þar sem við öll getum tilnefnt og almenningur og atvinnulífið hvatt til að tilnefna og hafa áhrif á val á þeim konum sem verða heiðraðar á Hótel Reykjavík Grand þann 24. janúar 2024.

Vertu hreyfiafl, hafðu áhrif á val á FKA viðurkenningarhöfum til og með 23. nóvember 2023.

Dómnefnd 2023 frá vinstri: Kathryn Gunnarsson stofnandi og framkvæmdastjóri Geko Consulting, Logi Pedro Stefánsson, listamaður og meðeigandi 101 Productions, Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarmaður og fyrrverandi forstjóri Icepharma, Chanel Björk Sturludóttir, dagskrárgerðarkona og meðstofnandi félagasamtakanna „Hennar rödd“, Stjórnarkona FKA, Guðrún Gunnarsdóttir deildarstjóri Fastus var formaður dómnefnda, Árni Sigfússon, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur og bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Ljósmynd: Silla Páls.
Ásta S. Fjeldsted hlaut FKA viðurkenningu 2023 sem veitt er fyrir vel unnin störf í þágu atvinnureksturs kvenna eða þeim sem hafa verið og eru konum í atvinnulífinu sérstök hvatning eða fyrirmynd. Dr. Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir hlaut Þakkarviðurkenningu FKA 2023 sem er veitt konu fyrir eftirtektarvert ævistarf stjórnanda í atvinnulífinu.
Grace Achieng hlaut Hvatningarviðurkenningu FKA 2023 sem er veitt konu í atvinnulífinu fyrir athyglisvert frumkvæði.Silla Páls.

Fleiri myndbönd