Föstudagskvöldið 10. nóvember nk. klukkan 20 verður Gigg á Glæsivöllum þar sem fjórir rithöfundar lesa upp úr nýjum bókum.
Eiríkur Örn er með nýja bók Náttúrulögmálin sem hann og hatturinn hafa nú ferðast með hringinn um landið. Elísabet Jökulsdóttir les upp úr bókinni Saknaðarilmur sem segir frá sambandi þeirra mæðgnanna. Lilja Magnúsdóttir frá Klaustri kynnir nýja skáldsögu Friðarsafnið sem fjallar um ólöglegan innflytjanda og unga konu sem elskar kannski ekki réttan mann og Sigmundur Ernir les upp úr bókinni Í stríði og friði fréttamennskunnar, fróðleg bók sem gefur innsýn í baksvið fjölmiðla á Íslandi.
Glæsivellir eru rétt hjá Hótel Hjarðarbóli í Ölfusi og allir eru velkomnir.