-6.6 C
Selfoss

Tón-Klúbbur Tónskóla Mýrdalshrepps slær í gegn

Vinsælast

Síðasta miðvikudag var boðið upp á Tón-Klúbb í annað sinn í haust, sem er nýung hjá Tónskólanum. Bæði kvöldin hafa verið vel sótt og mælst vel fyrir hjá heimafólki.

Megin markmið Tón-Klúbbsins er að kynna tónlistarfólk frá Vík í Mýrdal og nágrennis fyrir tónlistarnemendum Tónskólans og öðru áhugafólki og einnig vekja athygli ungs fólks á tónlistarlífi í sveitarfélaginu. Í hverjum mánuði koma einn eða fleiri tónlistarmenn og taka nokkur lög á sín hljóðfæri og segja frá þeirra reynslu að vera tónlistarmaður og hvernig tónlistaráhuginn kviknaði hjá þeim. Yngri kynnslóðinni gefst tækifæri að spyrja forvitnilegra spurninga og hlusta á tónlistarfólkið deila sögum sínum og tónlist. Frábært tækifæri fyrir forvitna tónlistarkrakka, ungt fólk og alla sem hafa áhuga á tónlist.

Hugmynd og stjórnandi: Alexandra Chernyshova, skólastjóri tónskólans.

Alexandra og Anna. Ljósmynd: Aðsend.

Gestur klúbbsins í þetta sinn var tónmenntakennari, kórstjóri og tónlistar orkubolti í Vík hún Anna Björnsdóttir sem á að baki langan og farsælan feril sem kórstjóri á Suðurlandi. Hún hefur stofnað og stjórnað ólikum kórum áratugum saman: barna-og skólakór, kvennakór, samkór, var einn af stofnendum kammerkórs Suðurlands o.fl. Í dag er Anna kórstjóri Syngjandi, kór eldri borgara í Vík sem er mjög virkur kór í félagslifi heimafólks. Það er margt Önnu Björnsdóttir að þakka að áhugi á söng og kórsöng eru lifandi í Vík. Anna gerði svo margt til að efla tónlistarmenningu í Vík og nágrennis og deila hæfileikum sínum að það er ekki hægt að koma öllum verkefnum hennar fyrir í klukkustundar tón-klúbb Tónskólans. Hún sagði frá ferlinum, syndi myndbönd frá fyrri árum og tók svo áhorfendur í smá upphitun kór master klass í lokin, enda hún er kórstjóri að snilldargerð.

Ljósmynd: Aðsend.

Áhorfendur tón-klúbbsins voru frá aldrinum fimm ára til áttatíu og níu og allir nutu stundarinnar til að kynnast og rifja upp tónlistar minningar og kór viðburði á liðnum áratugum sem Anna stýrði og tók þátt með kórum. Sömuleiðis hlustendur þökkuðu Alexöndru fyrir snilldar hugmynd með tón-klúbbsins og bíða spenntir til næsta viðburðar sem verður í nóvember.

Nýjar fréttir