Konurnar lögðu grunninn að glæsilegum árangri Judofélags Suðurlands, en Judofélag Suðurlands var að taka þátt í sínu fyrsta íþróttamóti innanlands. Þær unnu 3 gullverðlaun á haustmóti Judosambands Íslands í Grindavík 14. október.
Judofélag Suðurlands er ungt íþróttafélag stofnað í mars 2023, Judofélag Suðurlands æfir í húsnæði Crossfit á Selfossi, Stokkseyri/Eyrarbakka og Hvolsvelli.
Veðlaun féllu þannig:
Íris Ragnarsdóttir gull –70kg konur
Sara Nugig Ingólfsdóttir gull –63kg konur
Sara Nugig Ingólfsdóttir gull –70kg flokki U21
Sóley Jónsdóttir silfur –63kg konur
Þóranna Guðgeirsd. bronz –63kg konur
Heiða Arnardóttir silfur +78kg konur
Þórdís Steinþórsdóttir silfur –70kg konur JRB
Glæsilegur árangur hjá Söru og Írisi og alveg öruggt að þær munu fylgja þessum árangri eftir í framtíðinni.
Karlarnir stóðum sig einnig með sóma og unnu til fjölda verðlauna.
Arnar Helgi Arnarsson silfur –81kg U18
Arnar Helgi Arnarsson bronz –81kg U21
Böðvar Arnarsson silfur –81kg U21
Böðvar Arnarsson silfur –81kg karlar
Vignir Jóhannsson silfur –90kg U21
Vignir Jóhannsson bronz –90kg karlar
Daníel Árnason silfur –73kg U21 JRB
Daníel Árnason silfur –73kg karlar JRB
Það er skemmtilegt frá að segja að stúlkur/konur eru fleiri en drengir/karlar hjá Judofélagi Suðurlands og er það einstakt og hefur það aldrei gerst áður á Íslandi að konur séu fleiri en karlar í judofélagi.
Judofélag Suðurlands á sinn fulltrúa í landsliði Judosambands Íslands og er Hrafn Arnarsson nú á leiðinni á Evrópumeistaramótið í Montpellier Frakklandi og mun keppa 4. nóvember.
Hrafn hefur æft og keppt erlendis undanfarið við undirbúning fyrir mótið.