-9.7 C
Selfoss

Garðfuglakönnun fyrir alla – landið allt

Vinsælast

Hin árlega garðfuglakönnun Fuglaverndar hefst sunnudag 29. október 2023.

Tilgangur garðfuglakönnunarinnar er að fá upplýsingar um fuglategundir og fjölda fugla sem halda sig í görðum á Íslandi yfir vetrarmánuðina. Jafnframt er tilgangurinn að hvetja fólk til að líta á fuglalífið í sínu nánasta umhverfi. Það skiptir ekki máli þó fólk byrji aðeins seinna að telja eða hætti fyrr – aðalatriðið er að vera með. Allt fuglaáhugafólk er hvatt til að kynna sér efnið og taka þátt.

Þátttakendur geta verið jafnt fullorðnir sem börn. Þeir sem fóðra fugla í garðinum sínum eru í góðri aðstöðu og hvattir til að taka þátt. Hægt er að telja í almenningsgörðum ef maður á ekki garð.

Á heimasíðu Fuglaverndar www.fuglavernd.is eru leiðbeiningar og eyðublöð fyrir könnunina.

Garðfuglakönnun lýkur laugardaginn 27. apríl 2024.

Nýjar fréttir