Hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi fagnaði 1. árs afmæli þann 19. október sl.
Margir góðir gestir fögnuðu með íbúum og kíktu við í kaffi. Í tilefni dagsins færði Vinafélag hjúkrunardeildanna á Selfossi, Móbergi höfðinglega gjöf, glæsilegt píanó og píanóstól sem á eftir að gleðja heimilisfólk Móbergs. Esther Óskarsdóttir formaður Vinafélagsins afhenti gjöfina fyrir hönd félagsins.
Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri Árborg færði heimilinu einnig glæsilegt fjögurra binda verk; Saga samvinnufélaga á Suðurlandi eftir Guðjón Friðriksson. Í færslu HSU eru Vinafélaginu, Fjólu og bæjarstjórn Árborgar færðar hjartanlegar þakkir fyrir þessar fallegu og góðu gjafir.