Íslandsmót í Brazilian Jiu Jitsu var haldið dagana 21. og 22. október í Ármanni og Smiðjuvöllum 4 í Reykjanesbæ. 94 keppendur kepptu í krakka- og unglingaflokki og 100 í fullorðins. BerserkirBJJ sendu frá sér 10 keppendur. Keppt var eftir beltum í flokkum hvítt, blátt og síðan fjólublátt, brúnt og svart belti saman.
BerserkirBJJ stóð uppi með 2 íslandsmeistara og 2 brons sem þykir góður árangur þar sem þetta var fyrsta Íslandsmót félagsins sem var stofnað í maí. Miklar framfarir hjá hópnum þar sem flestir voru að stíga sín fyrstu skref í keppni í BJJ og margar skemmtilegar glímur.
Fullorðinsflokkur
Egill Blöndal 1.sæti 100,5kg svört belti
Gísli Þórisson 3.sæti -76kg hvít belti
Daníel Örn Þorbjörnsson 3.sæti -100,5kg hvít belti
Anton Gunnlaugur Óskarsson 4.sæti -88.3kg hvít belti
Geirmundur Sverrisson 4.sæti -82,3 KG blá belti
Karol Stepniewsk 4.sæti -88,3kg svört belti
Unglingaflokkur
Fannar Þór Júlíusson 1.sæti -70kg 14-15 ára og 3.sæti í opna
Magnús Þór Vignisson 4.sæti +75kg 16-17 ára og 4.sæti í opna