1.7 C
Selfoss

Banaslys á Skógaheiði

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi var þeim tilkynnt um alvarlegt slys við notkun buggy-bíls á Skógaheiði á fjórða tímanum í dag.
Á vettvang fóru lögregla, sjúkralið og björgunarsveitir auk þess sem þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð til. Eldri maður var úrskurðaður látinn eftir komu viðbragðsaðila á slysstað.
Tildrög slyssins eru til rannsóknar.

Fleiri myndbönd