-6.6 C
Selfoss

Íslandsmótið í CrossFit hefst í dag

Íslandsmótið í CrossFit hefst í CF Rvk í dag og lýkur með verðlaunaafhendingu á laugardag.

Á mótinu er keppt í mörgum aldursflokkum í karla og kvennaflokki, að auki er keppt í opnum flokki, sem er stærsti flokkurinn.

Það verður án efa spennandi og skemmtilegt að fylgjast með opna flokknum, en hin 16 ára Bergrós Björnsdóttir mun, með þátttöku sinni, verða sú allra yngsta sem keppt í þeim flokki hér á landi. Guðbjörg Valdimarsdóttir og Harpa Almarsdóttir frá CF Hengli, munu einnig keppa í opna flokkinum, auk Önnu Dóru sem keppir í flokki 50+. Að auki munu þrír unglingar frá CrossFit Selfoss keppa í unglingaflokki, Jón Þorri, Hanna Elísa og Freyja Björt.

Mótið verður haldið í CrossFit Rvk og í Sporthúsinu og hægt er að sjá dagskrána hér.

Fleiri myndbönd