-7.2 C
Selfoss

Penninn fær lóð í Vík

Áframhaldandi uppbygging í kortunum í Vík

Fjöldi umsókna barst um verslunar- og þjónustulóð að Smiðjuvegi 7 í Vík. Úthlutunin var tekin fyrir á fundi og samþykkti sveitarstjórn að úthluta Pennanum ehf. lóðinni.

„Þarna verður um að ræða uppbyggingu á verslun og fjölbreyttri þjónustu, m.a. bókabúð með ritföng og gjafavöru, bókasafni, skrifstofum og heilsugæslu, sem mun verða góð viðbót fyrir íbúa svæðisins,“ segir Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps í tilkynningu.

„Ljóst er að áhuginn er mikill og það er styrkleikamerki fyrir svæðið að fjárfestar vilji koma að uppbyggingu. Sveitarstjórn ákvað því að hraða skyldi eins og kostur er skipulagsvinnu svo opna megi fleiri verslunar- og þjónustulóðir í Vík. Það er mikilvægur liður í því að styðja við mikla íbúafjölgun á svæðinu að auka aðgengi að fjölbreyttri þjónustu og það eru spennandi verkefni framundan að skipuleggja svo við getum haldið áfram að vaxa,“ segir Einar að lokum.

Fleiri myndbönd