Perlumæður – konur án barna
Unnur Arndísardóttir gaf nýverið úr bókina Perlumóðir – kona án barna, sem er reynslusaga Unnar með ófrjósemi, þar sem hún deilir því hvað aðstoðaði hana við að komast yfir sorgina. Hún gefur dæmi um jóga, öndunaræfingar og slökun, og hvernig nálgun við Móður Jörð og Gyðjuna aðstoðaði hana við að ná sátt við lífstílinn “barnfrjáls”.
Unnur býður reglulega uppá viðburði á Íslandi og á Spáni fyrir barnlausar konur, sem hún velur að kalla Perlumæður.
Næsti viðburður á Íslandi verður Þriðjudaginn 19. September klukkan 18 í Jógahorninu í Þorlákshöfn, þar sem Perlumæður koma saman og hugleiða. Öllum konum án barna er hjartanlega velkomið að taka þátt.
Allar nánari upplýsingar um viðburðinn má nálgast á vefsíðunni uni.is/perlumaedur-hugleidsla-jogahornid. Skráning fer fram hjá Unni Arndísar á uni@uni.is eða í síma 696-5867
Unnur býður einnig uppá Hlédrag eða Retreat fyrir konur án barna á Spáni í Apríl 2024.