10.6 C
Selfoss

Erfiðar aðstæður en léttleikinn í fyrirrúmi í Kastþraut Óla Guðmunds  

Vinsælast

Árleg Kastþraut Óla Guðmunds fór fram við frekar erfiðar aðstæður föstudaginn 8. sept. þar sem léttleikinn var í fyrirrúmi. Keppnisgreinar í kastþraut eru; sleggjukast, kringlukast, kúluvarp, spjótkast og lóðkast. Ágæt þátttaka var í þrautinni. Í karlaflokki sigraði Guðni Valur Guðnason ÍR og HM fari í kringlukasti með 3933 stig. Annar með tæp 3100 stig varð Örn Davíðsson Selfossi og Jón Bjarni Bragason Breiðablik í 3. sæti.

Í kvennaflokki var skemmtileg keppni sem endaði með sigri Heru Cristensen FH sem fékk 2588 stig, Hildur Helga Einarsdóttir varð í 2. sæti með rúmlega 2200 stig og Álfrún Diljá Ragnheiðardóttir í því þriðja, báðar frá Selfossi. Ágústa Tryggvadóttir Selfossi varð svo í fjórða sæti,aðeins sjö stigum á eftir Álfrúnu en þess má geta að Ágústa setti fjögur HSK met í sínum flokki 40-44 ára. Hún tvíbætti metið í kúluvarpi er hún varpaði 9,58m og svo 9,88m. þá bætti hún HSK metið í spjótkasti kastaði 26,21m og endaði svo á setja bæði HSK og Íslandsmet í lóðkasti er hún kastaði 9,75m Gamla metið átti Þuríður Ingvarsdóttir Selfossi 9,31 en þær kasta 8kg þungu lóði.

Þetta var endapunktur á sumarkeppnistímabilinu. Undirritaður vill færa starfsmönnum og styrktaraðilum kærar þakkir fyrir þeirra þátt svo halda megi Kastþrautina ár hvert.

Ólafur Guðmundsson
mótshaldari

Nýjar fréttir