-6.1 C
Selfoss

Grunnskólanum á Hellu veitt viðurkenning fyrir pólskukennslu

Vinsælast

Grunnskólinn á Hellu var settur miðvikudaginn 23. ágúst sl. Við það tækifæri afhenti sendiherra Póllands, Gerard Pokruszynski, Magdalenu Przewlocka kennara og Kristínu Sigfúsdóttur skólastjóra heiðursmerki frá menntamálaráðherra Póllands fyrir móðurmálskennslu pólskra nemenda sl. 15 ár.

Sigurgeir Guðmundsson fyrrverandi skólastjóri Grunnskólans á Hellu sýndi mikinn áhuga á að efla móðurmálskennslu í skólanum. Hann „veiddi“ Magdalenu Przewlocka kennara til starfa við skólann eins og hún orðar það sjálf, m.a. til að sinna þessari kennslu. Hún hefur haldið utan um kennsluna æ síðan og gert það afburða vel, ásamt því að annast samskipti við pólska nemendur í skólanum og fjölskyldur þeirra. Margir þessara nemenda hafa tekið stöðupróf í pólsku í 9. eða 10. bekk og staðið sig einstaklega vel.

Í Grunnskólanum á Hellu er mikil fjölmenning og eru börn af erlendum uppruna nú rúmlega 30% af nemendum skólans, þar af um 15% frá Póllandi eða 22 nemendur.

Nýjar fréttir