10 C
Selfoss

Söfnuðu rúmlega 1,3 milljónum fyrir Krabbameinsfélag Árnessýslu

Vinsælast

Úthvíldir sjálfboðaliðar snúa nú til baka eftir gott sumarfrí og hafa opnað dyr Krabbameinsfélags Árnessýslu að nýju. Haustið er framundan í allri sinni litadýrð og hlökkum við að taka á móti ykkur í hlýlega húsnæði okkar að Eyravegi 31 á Selfossi.

Nýlega fór fram hið árlega Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka þar sem margir hlauparar safna áheitum til styrktar ýmissa félagasamtaka eða einstaklinga. Í ár voru sex öflugir hlauparar sem hlupu ýmist 10.km eða 21.1km til styrktar Krabbameinsfélagi Árnessýslu. Aldrei hafa fleiri einstaklingar lagt félaginu lið í hlaupinu og erum við ólýsanlega þakklát fyri þeirra framlag en fyrst og fremst gríðarlega stolt af þeirra afreki. Einstaklingarnir hafa ýmist sjálfir tekist á við krabbamein eða eru aðstandendur þeirra sem þegið hafa þjónustu félagsins. Stjórn félagsins bauð hlaupurum í heimsókn á Eyraveginn þann 24.ágúst og færði þeim þakklætisvott fyrir þeirra framlag en samtals söfnuðust 1.337.000 til styrktar félaginu.

Slíkur styrkur er ómetanlegur inn í starfsemi félagsins. Veitt er fjölbreytt einstalings-og hópaþjónusta þar sem áhersla er lögð á andlega-líkamlega-og félagslegan stuðning bæði í kjölfar krabbameinsgreiningar og meðferðar. Opið hús er þrisvar sinnum í viku mánudaga og miðvikudaga frá 11-15 og föstudaga frá 11-14. Allir eru velkomnir opið hús þar sem sjálfboðaliðar taka vel á móti gestum, veita stuðning og upplýsingar um starfsemi félagsins.

Endurhæfing er í gangi allan veturinn þar sem áhersla er lögð á sálgæslu, líkamlega endurhæfingu og félagslegan stuðning.

Á komandi mánuðum verður ýmis fræðsla í boði fyrir félagsmenn og aðstandendur og hvetjum við ykkur til að fylgjast með á facebook síðu félagsins. Verið er að uppfæra heimasíðuna og vonast er til að hún verði tilbúin fyrr en síðar. Sími félagsins er 482 1022 og netfangið: arnessysla@krabb.is

Fyrir hönd Krabbameinsfélags Árnessýslu
Svanhildur Ólafsdóttir, formaður.

Nýjar fréttir