-6.8 C
Selfoss

Hlaup hafið í Skaftá

Vinsælast

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna Skaftárhlaups.

Í gærkvöldi fór rennsli í Skaftá við Sveinstind að aukast og einnig mældist aukin rafleiðni. Borist hafa tilkynningar um brennisteinslykt frá landvörðum í Hólaskjóli. Skaftárhlaup er því hafið. Síðast kom hlaup í Skaftá í september 2021.

Skaftárkatlarnir sem hlaupin koma úr eru tveir, eystri og vestari og eru í vestanverðum Vatnajökli. Hlaup úr Eystri-Skaftárkatli eru að jafnaði stærri en hlaupin úr Vestari katlinum. Verið er að rýna gögn s.s. gervitunglamyndir til að kanna úr hvorum katlinum hlaupið kemur eða hvort að hlaup komi úr þeim báðum. Það gerðist 2021 og vel hugsanlegt að slíkt endurtaki sig.

Rennsli við Sveinstind var um 600 m3/s kl. 9 og fór þá vaxandi. Búist er við að hámarksrennsli við þjóðveg 1 verði náð um 10 klukkustundum eftir að hámarki er náð við Sveinstind. Stærð hlaupsins ræðst af því úr hvorum katlinum hlaupið kemur.

Nýjar fréttir