-7 C
Selfoss

Þrjú útköll í Reykjadal á tveimur dögum

Vinsælast

Í gær voru björgunarsveitir kallaðar út vegna slasaðs ferðamanns í Reykjadal inn af Hveragerði. Þetta var þriðja útkallið á tveimur dögum inn í Reykjadal.

Á sunnudag voru björgunarsveitir kallaðar út tvisvar, í fyrra skiptið vegna ferðmanns sem hafði dottið og hlotið við fallið opið beinbrot. Björgunarsveitir frá Hveragerði, Eyrarbakka og Árborg fóru á staðinn og fluttu þann slasaða niður úr dalnum til móts við sjúkrabíl.

Stuttu seinna var tilkynnt um unga konu sem datt illa og gat ekki stigið í fótinn í kjölfarið. Læknir sem kom að því óhappi mat það svo að ekki væri um beinbrot að ræða en líklega slæma tognun. Björgunarsveitir höfðu ekki gengið frá búnaði sínum eftir fyrra útkallið, og héldu af stað. Hins vegar var sjúkrabíllinn enn að flytja þann sem hlaut opna beinbrotið, svo kalla þurfti til annan sjúkrabíl frá Selfossi. Rétt um klukkustund eftir að sá beinbrotni var fluttur frá Reykjadal, var lagt af stað með konuna.

Í gær var svo þriðja útkallið á sama stað, þegar tilkynnt var um konu sem féll illa og treysti sér ekki til standa upp. Hún sagðist hafa heyrt smell við fallið og gat ekki haldið áfram. Björgunarsveitarfólk hélt á 6hjóli upp dalinn og flutti konuna niður til móts við sjúkrabíl.

Nýjar fréttir