-2.2 C
Selfoss

Hvítlauks og lime risarækjutacos

Stefán Jóhannsson er sunnlenski matgæðingur vikunnar.

Þegar að neyðin er stærst, þá þurfa hetjur nærsamfélagsins að stíga upp. Ég fékk skilaboð á þriðjudagsmorgni að Einar Thor Ísjörð sem að að var skorað á síðast væri að renna á rassinn með það að skila inn uppskrift og það þyrfti einhver að koma í hans stað. Þetta kom mér lítið á óvart enda hefur Einar ítrekað runnið á rassinn með flestöll sín verkefni frá því að ég kynntist honum fyrir að verða 20 árum síðan.

Sigurður Sigurðsson athafnamaður skrifaði síðast; „Ég vil skora á hann Einar Þór Ísfjörð þúsundþjalamann og væri ég helst til í að fá viku matseðil frá honum þar sem maðurinn er vaxinn eins og grískt goð.Það sem að Sigurður gleymdi að taka til greina er að allir þeir yfirburðir sem að Einar hefur í líkamlegum burðum er það sem honum skortir í gáfnafari á við hinn venjulega mann. Því þarf ég að bjarga honum fyrir horn, ekki í fyrsta skipti og svo sannarlega ekki það síðasta.

Sjálfur er ég hræðilegur kokkur og verð ítrekað fyrir vonbrigðum þegar ég reyni að elda sjálfur. Sem betur fer bý ég svo vel að unnusta mín er frábær kokkur og heldur úti aðgöngum á samfélagsmiðlum þar sem hún eldar stókostlegan mat, mæli með því að áhugasamir skoði það betur. Ég fæ því að stela einni uppskrift frá henni sem að er hægt að nálgast ásamt öðrum jafngóðum á vefsíðunni hennar.

Hvítlauks og lime rækjur

Hráefni

  • 18 stk risa rækjur ég miða við 3 rækjur á taco
  • 4 hvítlauksrif
  • 1/2 lime safi og börkur
  • 1 tsk paprikukrydd
  • 1/2 tsk cumin
  • 1/2 tsk hvítlauksduft
  • 1/2 tsk kóríanderlauf
  • 1/4 tsk salt
  • 1/4 tsk pipar
  • 1/8 tsk cayenna pipar
  • 1 msk ólífu olía

Ferskt salsa

  • 1 mangó
  • 1 miðlungs avocado
  • 1/4 rauðlaukur
  • 1/2 dl ferskur kóríander

Sósa

  • 2 msk sýrður rjómi
  • 2 msk majónes
  • 1/2 tsk hvítlauksduft
  • 1/2 tsk laukduft
  • 1/4 tsk cumin

Annað

  • 6 litlar tortillur ég miða við 3 á mann
  • hreinn fetaostur
  • sterk sósa ég notaði siriracha mayo
  • lime til að kreista yfir

Aðferð

Hvítlauks og lime rækjur

  1. Setjið rækjurnar í skál og blandið saman við kryddin, hvítlaukinn, olíuna og lime
  2. Leyfið að marinerast á meðan þið græjið salsað og sósuna
  3. Steikið rækjurnar svo á pönnu

Ferskt salsa

  1. Skerið mangó og avocado í litla teninga
  2. Saxið rauðlaukinn og kóríanderinn smátt
  3. Blandið öllu saman í skál

Sósa

  1. Blandið öllu saman í skál

Loka skref

  1. Stappið fetaost
  2. Brjótið litlar tacos til helminga og steikið upp úr smá olíu
  3. Setjið svo á tacoið sósuna, ferska salsað, rækjurnar, stappaða fetaostinn og siriracha mayones eða aðra sterka sósu

Ráð

Ef börn eru að borða líka eða þið fýlið einfaldlega ekki sterkt – mæli ég með að sleppa cayenne piparnum í rækjurnar og sleppa sterku sósunni.

Njótið vel og verði ykkur að góðu. Að lokum vil ég þakka Knattspyrnufélaginu Árborg fyrir hátíðina Sumar á Selfossi sem að er stórkostleg skemmtun ár eftir ár eftir ár.

Í tengslum við það þá vil ég skora næst á fyrrverandi leikmann Árborgar, hann Halldór Áskel Stefánsson. Halldór er fyrst og og fremst frændi minn, en hann lítur einnig á okkur sem vini. Einhverjir vildu meina að þegar að ég flutti frá Selfossi árið 2016, og um svipað leyti flutti hann á Selfoss, þá hefðu það verið góð skipti, en langflestum fannst það harmleikur. Helsti styrkleiki Halldórs í eldhúsinu er að teygja sig í bjór úr ísskápnum þannig að ekki halda niðri í ykkur andanum.

Fleiri myndbönd