-5.5 C
Selfoss

Bjarni Bjarnason íþróttamaður Bláskógabyggðar 2016

Vinsælast

Laugardaginn 14. janúar sl. bauð æskulýðsnefnd Bláskógabyggðar til hófs til heiðurs íþróttamönnum sveitarfélagsins. Þar fengu fjórir einstaklingar verðlaun fyrir góðan árangur á árinu 2016, þau Anthony Karl Flores, Laugdælum og Laufey Ósk Jónsdóttir, Sigurður Sævar Ásberg Sigurjónsson og Ólafur Magni Jónsson, öll frá Ungmennafélagi Biskupstungna.

Tveir knapar voru tilnefnir til íþróttamanns ársins, Finnur Jóhannesson frá Brekku, en hann keppir fyrir Hestamannafélagið Loga og Bjarna Bjarnason frá Hestamannafélaginu Trausta.
Bjarni varð fyrir valinu en árangur hans á síðastliðnu ári var framúrskarandi. Listi hans yfir afrek ársins er langur en sé minnst á helstu afrek má nefna að hann var knapi á Hnokka frá Þóroddstöðum sem var oft í fremstu röð í fimmgangskeppni, meðal annars í 2. sæti í uppsveitadeildinni. Bjarni sigraði í einni grein í Meistaradeildinni á þessu ári eða í fljúgandi skeiði. Bjarni og Hera frá Þóroddsstöðum settu  svo Íslands- og heimsmet í 250 m skeiði á Landsmóti hestamanna á Hólum í Hjaltadal. Þau voru líka öflug í 100m  og 150 skeiði en árangur þeirra í öllum skeiðgreinum er á heimsmælikvarða. Að lokum má svo geta þess að Bjarni var valinn skeiðknapi ársins af Landssambandi hestamanna í lok árs. Hann er því vel að þessum titli kominn.

Nýjar fréttir