-5.5 C
Selfoss

Íbúar beðnir um að fara sparlega með vatn

Í tilkynningu frá Vatnsveitu Rangárþings eystra segir að mikið álag sé á kaldavatnsveitum sveitarfélagsins um þessar mundir og því biðla þau til íbúa og fyrirtækja að fara sparlega með vatn.

Í tilkynningunni segir að álagið sé mest á veiturnar yfir miðjan daginn og vegna þess myndi það hjálpa mikið ef vökvun garða yrði framkvæmd að kvöldi til.

Einnig eru þeir aðilar sem eru með brynningar fyrir skepnur beðnir um að yfirfara sinn búnað og koma í veg fyrir sírennsli.

 

Fleiri myndbönd