-5.8 C
Selfoss

Björgunarstörf við Frostastaðavatn

Vinsælast

Á laugardaginn sl. barst hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Landmannalaugum aðstoðarbeiðni frá hópi 20-30 manna hóp hestafólks, sem var að koma frá Landmannahelli og ætluðu inn í Landmannalaugar. Kona hafði fallið af baki við Frostastaðavatn og var óttast um að hún hefði hlotið hryggáverka. Björgunarfólk hélt þegar á staðinn og bjó konuna til flutnings.

Ákveðið var að fá þyrlu frá Landhelgisgæslunni til að flytja konuna á sjúkrahús. Ekki voru góðar aðstæður til að lenda þyrlu á slysstað svo konan var flutt skamma leið með bíl björgunarsveitar og færð í þyrluna.

Nýjar fréttir