-4.1 C
Selfoss

Tíu hoppukastalar á Úlfljótsvatni

Vinsælast

Skátaland hefur opnað leiksvæði fyrir börn á Úlfljótsvatni sem þeir stefna á að vera með opið fram yfir verslunarmannahelgi. Á leiksvæðinu eru 10 hoppukastalar.

Við prófuðum þetta fyrst í 2021 þegar það voru ennþá samkomutakmarkanir og engar stærri bæjarhátíðir. Þá voru líka þrjú smærri skátamót á Úlfljótsvatni í staðinn fyrir eitt stórt og nýttum við leiktækin á skátamótunum. Það var tekið svo vel í þetta að við vorum aftur með þetta í fyrra og þetta er svo skemmtilegt verkefni að við höldum áfram núna þriðja árið í röð,“ segir Jón Andri Helgason, starfsmaður Skátalands í samtali við Dagskrána.

Hoppukastalarnir eru augljóslega frábær viðbót við hið góða tjaldsvæði sem er fyrir á Úlfljótsvatni og einnig fyrir góða dagsferð með fjölskyldunni. „Við erum með smá aðstöðu fyrir fólk til þess að setjast niður og slappa af á meðan börnin leika sér í hoppuköstulunum. Þarna er fjölbreytt úrval af köstulum þar sem ungir jafnt sem gamlir geta hoppað og skoppað þangað til að öll orka er búin,“ bætir Jón Andri við í lokin.

Svæðið er opið kl. 13-18 alla daga á meðan veður leyfir og kostar litlar 2.000 kr fyrir dagspassa í leiktækin.

Nýjar fréttir