-6.9 C
Selfoss

Erilsöm helgi hjá björgunarsveitum

Síðasta helgi var nokkuð annasöm hjá björgunarsveitum, þá einna helst á Suðurlandi.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu voru 10 aðgerðir skráðar frá föstudegi til sunnudags sem rétt yfir eitt hundrað manns sinntu, á tímabili var verið að sinna 4 aðgerðum á sama tíma.

Auk þess að bjarga konu úr bíl sínum í Markarfljóti, sinntu björgunarsveitir aðstoð við örmagna og kaldan göngumann sem var á leið í Hrafntinnusker, losuðu bíl ferðamanna sem höfðu fest sig í Helliskvísl á Dómadalsleið, ásamt bíl ferðamanna sem sat fastur í á í Laugum, á leið inn í Landmannalaugar.

Rúta með nokkurn fjölda ferðamanna festi sig í Hellisá á leið inn að Lakagígum. Vel tókst til með björgun farþega, en skilja þurfti rútuna eftir í ánni. Björgunarsveit fór aftur á staðin á sunnudagskvöld til að draga rútuna úr ánni, sem tókst. Einnig var bíll dreginn upp úr Steinholtsá á leið inn á Þórsmörk.

Fleiri myndbönd