-6.6 C
Selfoss

KIA gullhringurinn haldinn næstu helgi

Vinsælast

KIA Gullhringurinn, eitt stærsta og skemmtilegasta hjólreiðamót landsins hefur flutt sig í Árborg og verður keppnin haldin þar þriðja árið í röð laugardaginn 1. júlí. Keppnin hefst kl. 18.00 og stendur fram eftir kvöldi.

LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ

SELFOSS, FLÓAHREPPUR, STOKKSEYRI, EYRARBAKKI OG SANDVÍKURBYGGÐ.

Hverju má ég eiga von á ef ég bý á Selfossi? Truflanir verða á umferð við Ölfusárbrú og á Austurvegi á ræsingartímum keppninnar en ræst er á Eyravegi milli Hótel Selfoss og nýja miðbæjarins. Lokað verður fyrir umferð um Ölfusárbrú rétt á meðan á ræsingu stendur. Ræst verður í eftirtöldum hópum:

Kl: 18:00 Gaulverjar 43 km, (B Keppnisflokkur)
Kl: 18:10 Flóaáveitan 43 km, samhjól
ekki tímataka (rafmagnsflokkur)
Kl: 18:30 Villingar 59 km, (A keppnisflokkur)

Eftir ræsingu munu þátttakendur hjóla eftir Austurvegi í austur í fylgd öryggisaðila keppninnar. Eftir að þátttakendur hafa farið í gegnum Selfoss og hringtorgið við Bónus byrjar hin eiginlega keppni. Þá fara þátttakendur á fullan keppnis hraða. Tveir hópar, Gaulverjar og Flóaáveitan fara niður Gaulverjabæjarveg í átt að Stokkseyri meðan hópurinn sem byrja kl. 18:30, Villingar, fer eftir þjóðvegi 1 að Villingaholtsvegi og hjólar þar niður í átt að Stokkseyri og svo upp á Selfoss. Allir hjólarar koma síðan inn á Selfoss eftir Eyrarbakkavegi, inn á Eyraveg og inn í nýjan miðbæ.  Á meðan hjólarar koma inn á Selfoss má búast við lokunum og töfum á umferð við Eyraveg. Þessar tafir verða á tímanum 18:30 til 22:00. ATH. Lokamark keppninnar er fyrir neðan Selfoss þannig að þátttakendur hjóla EKKI á keppnishraða upp Eyraveginn. En hjóla þar í takt við aðra umferð. Markið í miðbæ Selfoss er myndatöku- og gleði mark.

Hvar geta Selfossbúar tekið þátt og horft á keppnina? Íbúar á Selfossi og í kring geta komið saman á Brúartorginu sem er í hjarta nýja miðbæjarins. Þar fara allir brautarfundir fram og keppnisflokkarnir eru síðan ræstir í Brúarstræti þar sem öllum er velkomið að fylgjast með. Fyrstu keppendur fara af stað kl. 18:00 og síðasta ræsing kl. 18:30. Eftir að keppendur koma í mark safnast þau saman á Brúartorginu í miðbænum og svo á tónleikastaðnum Sviðinu þar sem verðlaunafhendingar fara fram og þangað eru allir áhugasamir velkomnir.

Hverju má ég eiga von á ef ég bý í Flóahreppi? Hjólarar fara um Gaulverjabæjarveg frá Selfossi í átt að Stokkseyri á tímanum 18:00 til 21:00. Hjólarar munu hjóla um Villingaholtsveg frá þjóðvegi 1 í átt að Stokkseyri á tímabilinu 19:00 til 20:00. Hjólurum verður fylgt með vel merktum bílum og búast má við lokunum og töfum á umferð á þessum tíma.

Hverju má ég eiga von á ef ég bý á Stokkseyri? Truflanir verða á umferð um Stokkseyri á meðan hjólarar fara í gegnum þorpið. Það sama gildir um vegi til og frá Stokkseyri. Tafir og lokanir verða á tímabilinu 19:00 til 20:30 og umferð stýrt til að tryggja öryggi allra, bæði hjólara og annarra vegfarenda.

Hvar geta Stokkseyringar tekið þátt og horft á keppnina? Íbúar á Stokkseyri og í kring geta komið saman á hvatningastöð við grunnskólann á Stokkseyri. Stokkseyringum og öllum sem hafa áhuga er velkomið að taka þátt í gleðinni sem rís hæst milli 18:30 og 21:00 Við bjóðum upp á drykki og nammi og lánum hvatningar kúabjöllur og fleira.

Hverju má ég eiga von á ef ég bý á Eyrarbakka? Truflanir verða á umferð um Eyrarbakka meðan hjólarar fara í gegnum þorpið. Það sama gildir um Eyrarbakkaveg. Tafir og lokanir verða á tímabilinu 19:00 til 22:00 og umferð stýrt til að tryggja öryggi hjólara og annarra vegfarenda.

Hvar geta Eyrbekkingar tekið þátt og horft á keppnina ? Byggðasafn Árnesinga, Kvenfélagið á Eyrarbakka og skipuleggjendur mótsins ætla að bregða á leik við Byggðasafnið og setja upp aldamóta hvatningarstöð að hætti Eyrbekkinga. Eyrbekkingum og öllum sem hafa áhuga er velkomið að taka þátt í gleðinni sem rís hæst milli 19:00 og 20:30. Við útvegum hvatningar kúabjöllur og fleira.

Hverju má ég eiga von á ef ég bý í gamla Sandvíkurhreppi? Hjólarar munu hjóla um Eyrarbakkaveg og Votmúlaveg á tímabilinu 18:15 til 22:00 og reikna má með töfum og lokunum á vegum á meðan hjólarar fara hjá.

Meðlimir ýmissa félagasamtaka munu standa vaktina á þeim stöðum þar sem stýra þarf umferð og loka vegum. Þetta er liður í fjáröflun þessara samtaka og biðjum við vingjarnlega um að þeim verði sýnd virðing og tillitssemi. Vinnum þetta saman.

Ræsing mótsins, allra flokka laugardagsins er í  Brúarstræti

Keppninni lýkur síðan fyrir framan nýja Mjólkurbúið í hjarta miðbæjar Selfoss. Eyravegur verður lokaður þar í austurátt meira og minna frá klukkan 15:00 og bent á hjáleiðir um Kirkjuveg, Engjaveg, Fossheiði og fleiri staði.

SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ

SELFOSS OG VOTMÚLAVEGUR.

Kl: 12:00 Fjölskylduhringur BYKO og KIA Gullhringsins (12 km samhjól)

Þátttakendur í fjölskylduhringnum munu hjóla gamla góða Votmúlahringinn í hádeginu á sunnudeginum. Leiðin er um 12 km. Ekki er um keppni að ræða heldur svokallað samhjól þar sem allir aldurs- og getuflokkar hjóla saman sér til skemmtunar. Öll hjól, þar með talin rafmagnshjól, eru velkomin og fjölskyldur hvattar til að fjölmenna. Endað verður í pulsu-partýi á BYKO planinu á Selfossi þar sem fulltrúar frá Sonax bóni verða mættir til að kenna öllum að þrífa hjólin, smyrja keðjurnar og bóna með nýrri hjólabónlínu frá þeim sem allir fá að prófa.

Hverju má ég eiga von á ef ég bý á Selfossi?. Lítilsháttar umferðartafir á Votmúlahringnum á meðan börn og fullorðnir hjóla saman í vesturátt.

Hvar geta Selfossbúar tekið þátt og horft á keppnina? Hægt er að koma saman hvar sem á Votmúlahringnum og hvetja þátttakendur áfram eða koma á BYKO planið og fylgjast með þaðan.

 

Nýjar fréttir