-6.1 C
Selfoss
Home Fréttir Selfoss fær liðsauka í handboltanum

Selfoss fær liðsauka í handboltanum

0
Selfoss fær liðsauka í handboltanum
Atli Ævar Ingólfsson kemur frá Sävehof til Selfoss. Mynd: Sävehof.

Selfyssingar hafa fengið liðsauka í handboltanum fyrir komandi keppnistímabil, en línumaður­inn Atli Ævar Ing­ólfs­son hefur gert tveggja ára samn­ing við félagið.

Atli Ævar, sem er 29 ára gam­all, kem­ur til Sel­fyss­inga frá sænska liðinu Sävehof. Hann hóf feril sinn og lék með liði Þórs Ak­ur­eyri og einnig með HK áður en hann hélt út í at­vinnu­mennsku.

Atli hefur leikið með dönsku liðunum Sönd­erjyskE og Nord­sjæl­land. Þaðan hélt hann til Svíþjóðar þar sem hann lék fyrst með Guif og síðan Sävehof.

Atli Ævar var val­inn í úr­valslið sænsku úr­vals­deild­ar­inn­ar á síðustu leiktíð. Hann hef­ur spilað 9 leiki með ís­lenska A-landsliðinu og hef­ur skorað í þeim sam­tals 9 mörk.

Elvar Örn framlengir samning sinn

Elvar Örn Jónsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss. Mynd: UMFS.

Elvar Örn Jónsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára. Elvar Örn var valinn miðjumaður ársins í Olís-deildinni á síðasta keppnistímabili. Hann var burðarás í liði Selfoss á síðasta keppnistímabili, en liðið náði fimmta sæti í Olís deildinni eftir að hafa komið upp úr næst efstu deild að loknu fræknu einvígi við Fjölni á vordögum árið áður.

Elvar Örn er fastamaður í U-21 landsliði Íslands og hefur auk þess verið valinn til æfinga með A-landsliði Íslands.