-4.1 C
Selfoss

Útskriftar- og uppskeruhátíð Fræðslunetsins

Vinsælast

Þann 1. júní sl. var haldin útskriftarhátíð hjá Fræðslunetinu. Að þessu sinni útskrifuðust 29 námsmenn af 4 námsleiðum og 40 úr raunfærnimati. Útskrifað var af félagsliðagátt, leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú, menntastoðum og stökkpalli. Þau sem tóku þátt í raunfærnimatinu voru að útskrifast af félagsliðabraut, leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabraut, vinnumarkaðshæfni og sjúkraliðabrú. Þetta var í fyrsta sinn sem Fræðslunetið hefur boðið upp á mat fyrir sjúkraliðabrú og tókst það mjög vel.

Það var hátíðarbragur yfir athöfninni og áfanganum fagnað innilega af námsmönnum, starfsfólki Fræðslunetsins, samstarfsaðilum úr Birtu starfsendurhæfingu, leiðbeinendum, matsaðilum og gestum.

Eyjólfur Sturlaugsson, framkvæmdastjóri Fræðslunetsins flutti stutt ávarp og nefndi þar m.a. að nú væru einhverjir búnir að láta drauma sína rætast og hugsanlega einhverjir nýir draumar orðið til. Elísabet Björgvinsdóttir flutti tvö lög við undirleik Ívars Dags. Ávarp námsmanna flutti Sigurlaug Ósk Reimarsdóttir sem útskrifaðist af Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú og úr raunfærnimati fyrir Félagsliðabraut. Sigurlaug Ósk sagði frá sögu sinni í námi og hvernig hún tók ákvörðun um að styrkja stöðu sína og fá starfstitil. Henni fannst námið áhugavert, vera vel uppbyggt og efla fagþekkingu hennar í starfi.

Við óskum öllum útskriftarnemendum hjartanlega til hamingju með áfangann, velfarnaðar í framtíðinni og að allir draumar þeirra megi rætast.

Nýjar fréttir