-6.9 C
Selfoss

Tómat kjúklinga tortilla

Davíð Örn Bragason.

Davíð Örn Bragason er sunnlenski matgæðingur vikunnar að þessu sinni.

Ég þakka vini mínum Árna Magnússyni kærlega fyrir áskorunina.

Ég veit að það verður hrikalega erfitt að koma á eftir heimagerðu nöggunum á hrísgrjónabeði, einfaldlega vegna þess að það er allt saman gert frá grunni eins og Árni kom að. Mig langar til að senda ykkur einfalda uppskrift sem að ég bý reglulega til heima hjá mér þegar lítill tími gefst til þess að elda, rétturinn er allur eldaður á einni pönnu og er réttur sem að hentar ágætlega þegar mikið er til af grænmeti sem er að skemmast á heimilinu þá er ágætt að skera það niður og henda því öllu saman í réttinn sem er svo bakaður í eldföstu móti í stutta stund.

Tómat kjúklinga tortilla

  • 3-4 kjúklingalæri
  • 1 stk. laukur
  • 1 stk. rauð paprika
  • 1/2 chili (Má sleppa eða nota annað grænmeti sem er til)
  • 1 sítróna
  • 1 dós af Cream of tomato soup frá Campbell
  • 1 pakki hveiti tortilla
  • Rifinn ostur

Og að sjálfsögðu er hægt að bæta við grænmeti sem þú átt til eða bæta við einhverju sem ykkur finnst gott að nota.

Byrjið á að skera allt grænmeti smátt og setjið til hliðar.

Hitið pönnuna í hæðsta styrk, olía á pönnu, kryddið kjúklingalærin með salt, pipar, hvítlaukskrydd, laukduft og cayenne eða chilli ef þið viljið smá auka spicy og brúnið lærin á heitri pönnu. Takið svo lærin til hliðar og skerið í smáa bita.

Olía á sömu pönnu og allt grænmeti steikt, salt og pipar

Bætið svo kjúklingalærum við grænmeti og leyfið aðeins að malla, bætið svo við Cream of tomato soup dósinni sem gefur þessu þykka og creamy áferð. leyfið blöndunni að malla í 6-8 mín.

Kreistið sítrónu safa úr einni sítrónu yfir blönduna og takið svo af hitanum.

Setjið blönduna í stóra hveiti tortilla ca. 6stk. Stráið rifnum osti yfir og lokið tortillunni og leggið í eldfast mót.

Stráið smá osti yfir tortillurnar og bakið í 3-4 mín á 180 gráðum.


Ég held að það sé komið að því að skora á fremsta kokk okkar Sunnlendinga, hann er mörgum ykkar kunnugur og heitir Fannar Geir Ólafsson eða Fagó eins og hann sjálfur kýs að kalla sig. Fannar á og rekur kjötbúrið á Selfossi og mæli ég með að kíkja þangað og sækja ykkur besta lasagna landsins í kvöldmat þegar engin á heimilinu nennir að elda.

Nýjar fréttir