-6.5 C
Selfoss

Jón Daði kominn til Reading

Vinsælast

Knattspyrnumaðurinn Jón Daði Böðvarsson frá Selfossi skrifaði í liðinni viku undir þriggja ára samning við Reading sem leikur í ensku 1. deildinni. Jón Daði lék síðasta keppnistímabil með Wolves sem leikur í sömu deild. Þaðan kom hann frá þýska liðinu 1 FC. Kaiserslautern. Atvinnumannsferilinn hóf hann með Viking í Noregi.

Reading var hársbreidd frá því að komast upp í ensku úrvalsdeildina síðastliðið vor. Liðið tapaði gegn Huddersfield í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik umspils. Jaap Stam fyrrum varnarmaður Manchester United er knattspyrnustjóri Reading.

Nokkrir íslenskir leikmenn hafa leikið með Reading í gegnum tíðina. Má þar nefna Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson. Gylfi Þór Sigurðson, liðsfélagi Jóns Daða í íslenska lansliðinu, var í unglingaakademíu Reading og lék með liðinu.

Nýjar fréttir