-7.3 C
Selfoss

Sjö Sunnlendingar í yngri landsliðum Íslands í körfubolta

Vinsælast

Sjö Sunnlendingar hafa verið valdir til að taka þátt í landsliðsverkefnum U16, U18 og U20 landsliða Íslands í körfubolta þetta sumarið. Liðin munu taka þátt í Norðurlandamótinu ásamt því að fara á Evrópumóti yngri landsliða. Hver landsliðshópur er skipaður 16-17 leikmönnum.

Hjá stúlkunum var Jóhanna Ýr Ágústsdóttir (Þór Þórlákshöfn) valin í lokahóp U16 landsliðsins og þær Emma Hrönn Hákonardóttir (Þór Þórlákshöfn), Hildur Björk Gunnsteinsdóttir (Þór Þórlákshöfn) og Helga María Janusdóttir (Hamar) í U18 landsliðshópinn.

Hjá drengjunum voru þeir Birkir Hrafn Eyþórsson (Selfoss karfa), Birgir Leí Halldórsson (Sindri) og Tómas Valur Þrastarson (Þór Þorlákshöfn) valdir í lokahóp U18 landsliðsins. En Tómas Valur var einnig valinn í lokahóp U20 landsliðs karla.

Hér má sjá keppnisdaga landsliðsliðanna þetta sumarið:

U16 stúlkur
28. júní – 3. júlí – Norðurlandsmót (Kisakalliom Finnland)
10. – 19. ágúst – Evrópumót (Padgorica, Svartafjallaland – B-deild)

U18 stúlkur
17. – 24. júní – Norðurlandsmót (Södertalje, Svíþjóð)
30. júní – 9. júlí – Evrópumót (Sofia, Búlgaría – B-deild)

U18 drengur
27. júní – 2. júlí – Norðurlandsmót (Södertalje, Svíþjóð)
21. – 30. júlí – Evrópumót (Matoshinos, Portúgal – B-deild)

U20 karlar
27. júní – 2. júlí – Norðurlandsmót (Södertalje, Svíþjóð)
8. – 16. júlí – Evrópumót (Heraklion, Krít (Grikkland) – A-deild)

Nýjar fréttir