-9.7 C
Selfoss

Ferðamaður í sjálfheldu í Þakgili

Á þriðjudagskvöld barst Neyðarlínu símtal frá erlendum ferðamanni sem hafði villst af leið sinni á göngu inn af Þakgili, undir Mýrdalsjökli. Maðurinn hafði farið út af gönguleiðinni, var kominn í sjálfheldu og treysti sér ekki til að halda áfram.

Björgunarsveitir frá Vík í Mýrdal og Álftaveri voru kallaðar út og tók það nokkurn tíma að koma björgunarfólki inn um hægfarinn veg inn í Þakgil. Björgunarfólk fór inn á gönguleiðina úr tveimur áttum en nákvæm staðsetning mannsins var ekki vituð. Hann fannst á ellefta tímanum, nokkuð kaldur og fékk aðstoð við að komast til baka eftir gönguleiðinni, inn í Þakgil.

Fleiri myndbönd