1.7 C
Selfoss

Hæsta kauptilboð í eign þarf ekki endilega að vera það besta

Vinsælast

Seljendur eigna þurfa að skoða vel öll kauptilboð sem berast í eign þeirra og meta hvaða tilboð hentar best. Hæsta tilboðið þýðir ekki endilega besta tilboðið þar sem erfitt gæti verið að leysa úr fyrirvörum.

Gott er að fyrirvarar séu sem fæstir. Því er mikilvægt að skoða eignina vel svo það liggi fyrir hvernig eign sé verið að bjóða í. Gott er að leita til einstaklinga sem geta metið ástand og viðhald fasteigna.

Gott er að vera búin að fara í greiðslumat áður en gert er tilboð í eign svo það liggi fyrir hvort möguleiki á fjármögnun sé til staðar.

Sé fyrirvari um sölu á annarri eign er gott að hefja söluferli á þeirri eign sem fyrst. Það tekur tíma að setja eignir á sölu og það lengir kaupferlið á þeirri eign sem gert er tilboð í.

Hugsaðu greiðsluflæðið í tilboðsgerðinni vel, vel uppsettar greiðslur geta skipt seljandann miklu máli og því er mikilvægt að gera sér vel grein fyrir því hvernig greiðslur muni berast í ferlinu.

Ósk um afhendingartíma við tilboðsgerð ætti að vera nálægt eða eins nálægt þeirri dagsetningu sem seljandi hafði í huga.

Elín Káradóttir,
löggiltur fasteignasali,
BYR fasteignasala

Austurmörk 7, 810 Hveragerði
Sími 483 5800
elin@byrfasteignasala.is
www.byrfasteignasala.is

Nýjar fréttir