1.7 C
Selfoss

Kynningarfundur á Hótel Selfossi um fasteignakaup á Spáni og Tenerife

Í dag, föstudaginn 12. maí mun Novus Habitat halda kynningarfund þar sem hægt verður að fræðast um allt sem máli skiptir varðandi fasteignakaup á Spáni og Tenerife. Fundurinn fer fram í Suðursal Hótel Selfoss á milli kl. 16 og 18.

Íslendingar hafa í auknum mæli fjárfest í fasteignum við Miðjarðarhafið, þar sem njóta má veðurblíðu nánast allan ársins hring. Fasteignasalan Novus Habitat býður Íslendingum upp á alhliða aðstoð við val og kaup á fasteign ásamt þjónustu eftir kaupin, á íslenskri tungu. Aðalskrifstofur Novus Habitat eru í Benijófar, suður af Alicante á Spáni en fasteignasalan sérhæfir sig í nýbyggingum á víðfeðmu svæði við suðausturströnd Spánar.

Steina Jónsdóttir er sölustjóri Íslandsdeildar hjá Novus Habitat og sinnir íslenskum viðskiptavinum fyrirtækisins. Að hennar sögn kaupir fólk fasteignir á Spáni af ýmsum ástæðum þar sem sumir vilji setjast að á meðan aðrir kaupi hús til vetrardvalar eða til að nýta í sumarleyfum fjölskyldunnar. Áhersla Novus Habitat er eingöngu á nýjar eignir á stóru svæði, allt frá Denia í norðri til Mar Menor í suðri, auk Tenerife.

Kynningarfundurinn er öllum opinn og gestir geta kíkt í heimsókn hvenær sem er á milli klukkan 16 og 18. Einnig er í boði að bóka einkafund með Steinu með því að hafa samband við í gegnum netfangið steina@novushabitat.es eða í síma +34 615 698 766. Einnig er hægt að fá góðar upplýsingar á heimasíðunni https://novushabitat.es/is

Fleiri myndbönd