7.8 C
Selfoss

Fjáröflun hjá Lionsklúbbnum Emblu

Lionsklúbburin Embla stendur fyrir fjáröflun um næstu helgi, 6. og 7. maí. Þá mun 2. flokkur Fimleikadeildar UMF Selfoss, sem urðu Íslands- og Bikarmeistarar nú í ár, sjá um að selja barmmerki Selfoss og Árborgar, sem L.kl. Embla lét gera.

Þessi eigulegu merki kosta kr. 1.500,- og eru tilvalin sem minningagjöf til gesta og eins fyrir okkur heimamenn að bera í barminum. Það skal tekið fram að ágóðinn rennur í líknarsjóð L.kl. Emblu sem ávalt er notaður til að styrkja mörg góð og aðkallandi málefni í heimabyggð. Við hvetjum alla til að taka vel á móti sölufólkinu okkar og þökkum fyrir stuðninginn.

 Lionsklúbburinn Embla

Fleiri myndbönd