7.3 C
Selfoss

Fimm ættliðir á Selfossi

Aðalheiður Guðmundsdóttir, fyrrum húsfreyja í Neðri-Dal í Biskupstungum á 91 afkomanda. Um helgina komu í fyrsta sinn saman fimm ættliðir sem öll eru búsett á Selfossi og sjá má á meðfylgjandi mynd, en María Lind Njálsdóttir, nýjasti afkomandi Aðalheiðar, fæddist í febrúar á þessu ári.

„María Lind er fyrsta barn okkar Njáls og fyrsta barnabarn foreldra okkar en hún er afkomandi númer 91 hjá Aðalheiði, langalangömmu sinni. Það eru því 101 ár á milli þeirra. Aðalheiður hafði orð á því að henni þætti ótrúlegt að vera orðin langalangamma þó það væri alls ekki í fyrsta skipti. Hún lagði okkur og nýja fjölskyldumeðlimnum svo að sjálfsögðu línurnar þegar hún kvaddi okkur með „Hagið ykkur svo vel börnin góð!“ sem við þorum ekki annað en að gera,“ segir Lára Dröfn Sigurðardóttir, móðir Maríu Lindar.

Það virðist fara vel um Maríu Lind í fangi Aðalheiðar, langalangömmu sinnar sem er 101 ári eldri en hún.

Fleiri myndbönd