-6.3 C
Selfoss

Nesdekk opnar á Selfossi

Nesdekk Selfoss opnaði formlega þann 17. apríl síðastliðinn, að Austurvegi 54 á Selfossi.

Einar Ásgeir Hoffmann er eigandi Nesfoss ehf. og rekur Nesdekk Selfoss undir Nesdekk nafninu. Hjá fyrirtækinu starfa fimm manns allt árið og um átta starfsmenn í törnum, sem eru allir íbúar á svæðinu.

Nesdekk Selfoss býður fólki að bóka sér tíma og mæta á svæðið á meðan þjónustan er veitt, en meðal biðtími er 15-30 mínútur. Nesdekk Selfoss státar sig af stærsta lager af nýjum dekkjum á Selfossi og möguleikann á sérpöntun samdægurs, séu réttu dekkin ekki til á staðnum. Bjóða þau að auki upp á dekkjahótel sem viðskiptavinir geti nýtt til að spara sér geymsluplássið.

Hægt er að skoða alla lausa tíma og bóka á mjög einfaldan hátt á Nesdekk.is, einnig er hægt að fletta upp dekkjastærðum og skoða verð á dekkjum

„Við reynum að hafa snyrtimensku og fagmensku í fyrirrúmmi og bjóðum uppá stóra og góða biðstofu með öryggisglugga yfir á verkstæðið svo hægt sé að fylgjast með skiptunum í öruggri fjarlægð,“ segir Einar Þór Valdimarsson, einn af eigendum Nesdekk.

Fleiri myndbönd