8.4 C
Selfoss

Jákvæðar fréttir fyrir samfélagið í Árborg

Undanfarna mánuði hafa Selfossveitur í samvinnu við ISOR og Ræktunarambandið, unnið ötulega að rannsóknum og borunum til að afla meiri orku fyrir samfélagið.

Nýjasta holan SE-40 sem er staðsett norðanmeginn við bakka Ölfusár var borið veturinn 2022/2023 og vakti mikla athygli meðal annars á samfélagmiðlum
Eins og fram kom í fréttatillkynningu frá Selfossveitum fyrr í vetur þá gaf sú hola góðar vísbendingar um heitt vatn í vinnanlegu magni.

Á síðustu vikum hefur holan verið rýmkuð og dýpkuð til að undirbúa hana fyrir virkjun og framkvæma á henni afkastaprófanir. Lokadýpi holunnar er 903 metrar.
Niðurstöður prófana gefa til kynna að hola afkasti um 30 l/s af 85°C heitu vatni

Þetta eru mjög jákvæðar fréttir fyrir samfélagið í heild sinni en næstu skref eru að meta hvort blanda megi þessu vatni saman við núverandi veitukerfi og með hvaða hætti hægt sé að flytja vatnið yfir Ölfusá.

Framundan eru því miklar framkvæmdir og kannanir varðandi virkjun holunnar en ef allt gengur að óskum má búast við að nýta megi vatnið vorið 2024.

Fleiri myndbönd