Ferðafólk frá Korsiku
„Er alltaf svona heitt hérna?“ spurði ferðafólkið sem sat fyrir utan veitingarstað á Selfossi í dag. Luciani Anne Marie stjórnmálamaður og Paganelli Norbert ljóðskáld, koma frá Frönsku eyjunni Korsiku. Þau hafa keyrt um nágrenni Reykjavíkur og um Suðurnesin síðustu daga og skoðað meðal annars Bláa Lónið. Í dag var stefnan tekin á Suðurland og er ætlunin að fara Gullna hringinn. Þau eru ánægð með ferðina og vona að veðrið haldist óbreytt.
Í unglingavinnunni
Vinnufélagarnir Díana, Sara Lind, Sigrún, Sigríður og Zara Björk starfa við það í sumar að snyrta blómabeð og illgresi af gangstéttum, en þar sem veðrið er einstaklega gott í dag hefðu þær alveg getað hugsað sér að slaka á og fá sér ís.
Ís-pása
Hópur barna af höfuðborgarsvæðinu sem voru á ferð um Selfoss í dag, hafði stoppað á Skalla til að fá sér ís. Þau voru í skemmtiferð með ömmu sinni, henni Margréti Steingrímsdóttur frá Sauðárkróki. En margt skemmtilegt er hægt að gera á Suðurlandi.
-hs.