Í Tónlistarskóla Rangæinga er verið að vinna að skemmtilegri uppfærslu af Litlu hryllingsbúðinni og taka eldri söngnemendur þátt í þeirri vinnu. Nemendurnir hafa hittst annanhvorn miðvikudag í vetur og æft sig í að syngja fyrir hvert annað og saman undir stjórn Aðalheiðar Margrétar Gunnarsdóttur.
„Í janúar kom upp sú hugmynd hjá hópnum að vinna lögin í Litlu hryllingsbúðinni og þá hófst fjörið. Miklar söng og leikæfingar, sviðsmyndavinna og hljómsveit fengin til að spila með. Mjög gaman er að finna að maður er aldrei of ungur til að leika sér, læra að syngja og hafa gaman. Strax er fólk farið að sýna mikinn áhuga á að koma á sýningarnar og best er að tryggja sér miða sem fyrst á songleikur@tonrang.is en sýningar verða 13. apríl kl. 20.00, 16. apríl kl. 16.00 og 17. apríl kl. 18.00,“ segir Aðalheiður í samtali við Dagskrána.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af æfingum.