-6.6 C
Selfoss

Sveitarstjóri og oddviti Bláskógabyggðar grínast með lokun hjólhýsasvæðisins á Laugarvatni

Anna Karólína Vilhjálmsdóttir.

Hvernig manneskjur viljum við vera? Hvernig samfélög viljum við byggja?

Oft hef ég hugsað mérstinga niður penna vegna máls sem á sér varla hliðstæður þegar horft er til stjórnsýsluaðferða og mannlegra samskipta.  Sú harka og samskiptaleysi sem þar birtist gagnvart gömlu fólki var sláandi.

Steininn tók úr þegar ég sveitarstjóra og oddvita Bláskógarbyggðar taka sjálfþátt í myndbandi, þar sem grínast er með þetta mál. Þar er að mínu mati farið yfir öll mörk í mannlegum samskiptum og nærgætni gagnvart öðru fólki.

Þetta mál varðar lokun hjólhýsasvæðisins á Laugarvatni. Þar var ekki aðeins um fjárhagslegt tjónræða, heldur hafði það gríðarleg áhrif á líðan og heilsu, ekki síst eldri borgara sem var stærsti hópur á svæðinu.

Laugarvatn er og hefur verið mín paradís. Yndislegt fólk, jafnt ættingjar sem íbúar umvöfðu mig hlýju öll mín skólaár í ML og ÍKÍ og í sumarfríum gegnum árin. Hamingja og gleði var allsráðandi. Þarna eru æskustöðvar móður minnar þar sem barist var fyrir uppbyggingu skólanna af miklum krafti. Til varð menntasetur í sveit, lifandi samfélag, heillandi heimur. Traust ímynd.

Tilhalda í mina sterku rót hef ég átt athvarf í hjólhýsagarðinum á Laugarvatni frá árinu 2013. Þar var yndislegt fólk, mest eldra fólk sem hafði sumt verið þar í tugi ára, margir komu að vori og fóruhausti.

upplifa þá ótrúlegu atburðarás sem fór af stað þegar sveitarstjórn ákvaðloka hjólhýsabyggðinni, það gleymist ekki. saga verður sögð en ekki hér. Allt í einu var fólk sem áður hafði glaðst og hlakkað til að njóta árlegra sumardaga á Laugarvatni, orðið að ,hjólhýsaliði sem skipti engu máli í samfélaginu. Líðan þessa hóps er ein harmsaga en svo óþörf. Að taka ákvörðun er eitt ensýna ábyrgð og láta sig varða þá er ákvörðun snertir, það er annað.

Sveitarstjórn Bláskógarbyggðar fær falleinkunn fyrir afgreiðslu þessa máls. Engum kom við hvernig fólkinu leið. Sumir gáfu eignir sínar eða seldu langtundir markaðsvirði þegar hótanir bárust um dagsektir. Ekkert samtal, enginn stuðningur, engin samskipti við gamla fólkið sem skildi ekki hvað var að gerast.

Það var ekki ákvörðunin sem var erfiðust. Það var afskiptaleysið hjá þeim sem tóku ákvörðunina. Gamla fólkið spurði hvað værigerast, lokaði sig af, grét, hættikoma á svæðið.

Enginn sameiginlegur fundur var haldinn með íbúum hjólhýsabyggðarinnar. Enginn fundur var haldinn með íbúum Laugarvatns, sem þó áttu hagsmunagæta. Fundir með talsmönnum svæðisins voru sýndarfundir, lagðar voru fram nýjar tillögur sem leið til lausna. Lítið var gert með þeirra rök eða tilögur.

Allt þetta ferli er í algjörri mótssögn við allt sem ég hef upplifað á Laugarvatni. Tilitsleysi og kuldaleg framkoma, skýr skilaboð um að það væru annars vegar við, íbúar og svo hins vegar þið, hjólhýsaliðið. Sumir reynduhrópa hátt enda fátt sorglegra en horfa upp á fullorðið fólk þjást. Þeir fáu sem voru stóryrtir voru settir til hliðar á samfélagsmiðli svæðisins og í kjölfarið allir sem minntust á hjólhýsasvæðið. Þegar hugsað er til baka verður málið sífellt furðulegra.

Hliðiðhjólhýsagarðinum varð miðpunkturinn, þar fyrir innan var „þetta lið“.

Ábyrgðin er alfarið sveitarstjórnar, núverandi og fyrrverandi. Það er sláandisjá myndband sem staðfestir að ekki meiri skilningur á alvarleika málsins. Fyrir utan mannlega þáttinn þá ætti ekki síður að vera mikilvægtvarðveita margra ára uppbyggingu á dýrmætri og jákvæðri ímynd Laugarvatns.

Fólk í sveitarstjórnum eins og annað fólk þarfspyrja sig þessarar spurningar; ,,Hvernig manneskjur viljum við vera”?  Hvernig samfélög viljum við byggja?

Anna Karólína Vilhjálmsdóttir

Fleiri myndbönd