-0.7 C
Selfoss

Lóan er komin!

Fyrstu heiðlóurnar sáust hér á landi á laugardaginn síðasta, en þessi ljúfi vorboði er mörgum kærkominn eftir snjóþungan vetur.

“Heiðlóan kom á laugardaginn til okkar á Suðurlandið, í Eyrarbakkafjöru voru 8 lóur en bara ein í Stokkseyrarfjöru. Svo var tilkynnt um eina heiðlóu í Sandgerði. Á sunnudaginn sá ég svo 6 stykki í Stokkseyrarfjöru við Skipa, svo fara þær að koma til okkar í hópum meira í apríl,” segir Jason Orri Jakobsson, íbúi á Stokkseyri, sem fangaði þessa fallegu mynd sem fylgir fréttinni.

Út um mela og móa
syngur mjúkrödduð lóa,
og frá sporléttum spóa
heyrist sprellfjörugt lag.

Við hjá Dagskránni/Dfs.is tökum komu hennar fagnandi sem endranær og bjóðum hana hjartanlega velkomna til landsins. Megi hún stoppa sem lengst.

Fleiri myndbönd