-6.3 C
Selfoss

Hamar bikarmeistari þriðja árið í röð

Vinsælast

Hamar tryggði sér þriðja bikarmeistaratitilinn í röð í blaki karla um siðustu helgi, með sigri á Vestra, 3:1. Keppnin fór fram í Digranesi í Kópavogi um síðustu helgi.

Vestri vann fyrstu hrinu eftir kraftmikla innkonu 25:20. Ógnarstekt lið Hamars svaraði þó fyrir sig í annarri hrinu og unnu hana 25:19. Hamar komst yfir í þriðju hrinu með miklum yfirburðum 25:14. Hvergerðingar tryggðu sér svo titilinn í fjórðu hrinu með 25:21-sigri.

Maður leiksins var Marcin Grasza úr Hamri en hann var stigahæstur á vellinum með 20 stig.

Nýjar fréttir