-11.6 C
Selfoss

Parafimi Suðurlandsdeildar Cintamani í hestaíþróttum 2023

Í gærkvöldi fór fram Parafimi í Suðurlandsdeild Cintamani í hestaíþróttum 2023. Það var mikil tilhlökkun í loftinu þar sem þetta var fyrsta grein deildarinnar í ár. Það voru 26 pör sem tóku þátt úr 13 liðum og var frábær stemmning í húsinu.

Eftir æsispennandi forkeppni þar sem Ólafur Þórisson og Sarah Maagaard Nielsen úr liði Húsasmiðjunnar leiddu. Á hæla þeirra komu Helga Una Björnsdóttir og Birna Olivia Agnarsdóttir úr liði Nonnenmacher og þriðju Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir og Vilborg Smáradóttir úr liði Black Crust Pizzeria.

Eftir að allir höfðu sýnt úrslita sýningar fór það svo að Helga Una Björnsdóttir og Birna Olivia Agnarsdóttir úr liði Nonnenmacher sigruðu með einkunnina 7.53 og fast á hæla þeirra komu Ólafur Þórisson og Sarah Maagaard Nielsen úr liði Húsasmiðjunnar með einkunnina 7.48 og í því þriðja Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir og Vilborg Smáradóttir úr liði Black Crust Pizzeria.

Við þökkum þeim fjölmörgu áhorfendum sem komu í húsið og einnig þeim sem fylgdust með á Alendis sem og öllum þeim sem komu að Suðurlandsdeildinni í kvöld.

Að loknu fyrsta kvöldi er það því lið Nonnenmacher sem stendur efst en fast á hæla þeirra koma Húsasmiðjan og Árbæjarhjáleiga/Hjarðartún

Sæti Lið Parafimi
1 Nonnenmacher 96
2 Húsasmiðjan 86
3 Árbæjarhjáleiga / Hjarðartún 84
4 Vöðlar / Snilldarverk / Sumarliðabær 76
5 Black Crust Pizzeria 72
6 Krappi 62
7 Töltrider 54
8 Hemla / Hrímnir / Strandarhöfuð 44
9 Múli hrossarækt / Hestasál ehf. 32
10 Nagli 32
11 Syðri-Úlfsstaðir / Traðarás 32
12 Dýralæknir Sandhólaferju 26
13 Fiskars 4

Suðurlandsdeildin á í frábæru samstarfi við Hestabraut Fjölbrautarskóla Suðurlands og aðstoða nemendur hestabrautar við framkvæmd hvers kvölds.

Við sjáum næst 21. mars í Rangárhöllinni á Hellu þar sem keppt verður í fjórgang.

Suðurlandsdeild Cintamani

Fleiri myndbönd