Það var skemmtileg stemmning á opnun nýrrar sýningar með heitið Hornsteinn í Listasafni Árnesinga á laugardaginn, þrátt fyrir gular viðvaranir komu yfir 400 manns á opnun.
Innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson opnaði sýninguna formlega. Á sýningunni má finna marga af þekktustu listamönnum þjóðarinnar og alls eru 123 verk eftir 58 listamenn og má nefna að þar er einn salurinn bara með verkum eftir Ásgrím Jónsson.
Helgi Kjartansson formaður Héraðsnefndar Árnesýslu ávarpaði einnig gesti sýningarinnar.
Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá 12-17 og er frítt inn eins og alltaf.
Listasafn Árnesinga