-6.3 C
Selfoss

Hljómsveitin Valdimar loksins á Sviðinu

Margrómaða hljómsveitin Valdimar mun í fyrsta sinn spila á Sviðinu í miðbæ Selfoss, næstkomandi laugardagskvöld, 18. febrúar.

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um Valdimar enda er hljómsveitin vel kunnug landsmönnum með einn öflugasta söngvara landsins í framlínu sinni. Hljómsveitin var stofnuð árið 2009 þegar Valdimar Guðmundsson og Ásgeir Aðalsteinsson byrjuðu að semja lög heima hjá Ásgeiri. Fljótlega varð til 6 manna hljómsveit sem sló óvænt í gegn bæði hjá almenningi og gagnrýnendum.

Plötur sveitarinnar eru orðnar fjórar talsins og hafa þær allar notið hylli áheyrenda sem gagnrýnenda. Tónlistin þeirra byggist upp á mikilli dýnamík allt frá rólegum melódíum, upp í drífandi, orkumikla og epíska kafla þar sem hljómsveitin spilar á fullu blasti. Þetta gerir lifandi flutning þeirra að ógleymanlegri upplifun.

Húsið opnar klukkan 20:30, tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aldurstakmarkið er 18 ár.

Fleiri myndbönd