7.3 C
Selfoss

  Þematónleikar Tónlistarskóla Árnesinga

Á morgun, laugardaginn 11. febrúar stendur Tónlistarskóli Árnesinga fyrir tónleikadegi með sex tónleikum á fjórum stöðum í Árnessýslu. Tilefnið er Dagur tónlistarskólanna.

Þema tónleikanna verður Haf og sjómennska. Þematónleikar skipa alltaf sérstakan sess í tónleikahaldi, því þar má heyra fjölmörg lög sem annars eru fáséð á nemendatónleikum. Þá má á öllum tónleikunum sjá og heyra þversnið af hljóðfæravali skólans og söng.

Tónleikarnir verða haldnir í Selfosskirkju kl. 10:00, 12:30 og 15:00, Þorlákskirkju kl. 10:00, Félagsheimilinu Aratungu kl. 12:30 og Hveragerðiskirkju kl. 15:00

Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!

Fleiri myndbönd