Þann 2. febrúar s.l. var haldin fyrsta vinnustofa þátttakenda í viðskiptahraðlinum Sóknarfæri í nýsköpun og fór hún að þessu sinni fram á Midgard á Hvolsvelli. Eftir góða kynningu hugmyndafræði Midgard frá Midgard fjölskyldunni og vegferð frumkvöðulsins frá Mumma í Bikefarm, tóku þær Svava og Hafdís frá RATA við boltanum og leiddu þátttakendur í gegn um vinnu við business model canvas og önnur verkfæri sem nauðsynleg eru öllum frumkvöðlum. Samhliða vinnustofunum hittu þátttakendur Helgu Guðrúnu, ritstjóra Dfs.is, og áttu spjall við hana um verkefnin sín. Afrakstur þess verður sýndur í Dfs TV.
Dagurinn endaði svo á heimsókn í Lava Centre þar sem Bárður Örn Gunnarsson framkvæmdastjóri tók á móti hópnum og ræddi við hann um þá uppbyggingu og áskoranir sem þau hafa fengist við frá stofnun Lava Centre.
Næsta raunheimavinnustofa er fyrirhuguð í Vík þann 16. febrúar en meðfylgjandi myndir sýna stemninguna á Hvolsvelli.