-2.8 C
Selfoss

Ekkert ferðaveður og hætt við foktjóni á morgun

Veðurstofa Íslands hefur gefið út enn eina viðvörunina þennan vetur. Um hádegi á morgun, mánudag, hefur verið gefin út gul viðvörun fyrir Suðurland. Búist er við austan hvassviðri, 15-23 m/s. Kl. 14 verður viðvörunin appelsínugul og stendur til 7 á þriðjudagsmorgun. Búist er við austan stormi eða roki, 20-28m/s og segir á vef Veðurstofunnar að hvassast verði með ströndinni. Víða verður talsverð snjókoma eða slydda með takmörkuðu skyggni. Spáin segir einnig að sumsstaðar muni hviður ná yfir 30 m/s í vindstrengjum við fjöll. Ekkert ferðaveður og hætt við foktjóni.

Vegagerðin hefur gefið út að óvissuástand sé á Þrengslum, Mosfells- og Hellisheiði á morgun og að vegirnir gætu lokað með skömmum fyrirvara.

Fleiri myndbönd