Þann 12. janúar fór fram hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands fyrir árið 2022. Fundurinn var nú, í fyrsta skipti eftir Covid, haldinn með hefðbundnum hætti í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meginefni fundarins var að úthluta styrkjum til rannsóknarstarfs á Suðurlandi.
Til úthlutunar voru að þessu sinni 1.600.000 kr. og úr þeim fimm umsóknum sem bárust var ákveðið að skipta styrknum milli þeirra Önnu Selbann, Hugrúnu Hannesdóttur og Birnu Lárusdóttur og verkefna þeirra. Sveinn Aðalsteinsson formaður stjórnar kynnti niðurstöður úthlutunna og forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson afhenti styrkina.
Ákveðin tímamótt áttu sér einnig stað þegar framkvæmdastjóri Fræðslunetsins, Eyjólfur Sturlaugsson færði alla umsjón og umsýslu með sjóðnum yfir til Ingunnar Jónsdóttur framkvæmdastjóra Háskólafélags Suðurlands en félagði hefur verið samstarfsaðili Fræðslunetsins um sjóðinn frá árinu 2010.
Háskólafélag Suðurlands óskar styrkþegum innilega til hamingju með styrkina og þakkar öllum þeim fjölmörgu bakhjörlum á Suðurlandi sem standa að sjóðnum fyrir stuðninginn í gegnum árin.